Ísafjörður er góður staður til að læra íslensku. Staðurinn er lítill og þægilegur og íbúar bæjarins eru viljugir til að hjálpa fólki sem vill læra málið. Svo er náttúrufegurð Vestfjarða auðvitað stór bónus.

Öll námskeiðin eiga það sameiginlegt að reyna að nota samfélagið að einhverju leyti sem hluta af kennslunni, sem eins konar framlengingu af kennslustofunni.

Andrúmsloft námskeiðanna er vingjarnlegt og leggjum við okkur fram við að blanda saman mismunandi þáttum í kennslunni til þess að kenna og æfa sem mest á fjölbreyttan hátt.